Fótbolti

Meistaradeildin í forgangi hjá Ranieri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Riyad Mahrez.
Riyad Mahrez. vísir/getty
Þrátt fyrir að titilvörnin hafi farið hægt af stað hjá Leicester í ensku úrvalsdeildinni hefur liðið farið af stað með miklum krafti í Meistaradeild Evrópu.

Liðið hefur unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu en til samanburðar má nefna að Leicester er með átta stig eftir jafn marga leiki í ensku úrvalsdeildinni.

„Í ensku úrvalsdeildinni þurfum við að passa að vera á öruggum stað í lok tímabilsins,“ sagði Claudio Ranieri, stjóri Leicester.

„Meistaradeildin er núna. Eins og er þá er Meistaradeildin í forgangi hjá okkur.“

Leicester vann 3-0 sigur á Club Brugge í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni og fylgdi því svo eftir með 1-0 sigri á Porto í fyrsta heimaleik sínum í keppninni.

Liðið tekur á móti FC Kaupmannahöfn á King Power-leikvanginum í kvöld og er líklegt að Riyad Mahrez og Islam Slimani, sem skoraði sigurmarkið gegn Porto, verði í byrjunarliðinu í kvöld.

„Leikurinn í kvöld verður afar mikilævgur og mun segja okkur hvað við getum getum gert í Meistaradeildinni,“ sagði Ranieri.

Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hefja upphitun á Stöð 2 Sport klukkan 18.15 en þeir munu svo fylgjast með öllum leikjum kvöldsins á meðan þeim stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×