Fótbolti

Meistaradeildarþynnka í Barcelona sem tapaði óvænt fyrir Deportivo

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leikmenn Deportio fagna marki í leiknum.
Leikmenn Deportio fagna marki í leiknum. vísir/getty
Deportivo La Coruna gerði sér lítið fyrir og vann Barcelona, 2-1, í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Það hefur greinilega verið smá Meistaradeildarþynnka í liði Barcelona sem vann PSG 6-1 í ótrúlegum leik í vikunni.

Joselu kom heimamönnum yfir fimm mínúturm fyrir lok fyrri hálfleiks. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Luis Suarez metin fyrir Barcelona.

Alejandro Bergantinos skoraði síðan sigurmarkið fyrir Deportivo La Coruna í leiknum og ótrúlegur sigur heimamanna.

Barcelona er enn í efsta sæti deildarinnar með 60 stig, einu stig á undan Real Madrid sem á tvo leiki til góða. Deportivo La Coruna er í 15. sætinu með 27 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×