Fótbolti

Meistaradeildarlagið kom Leicester í gírinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gott lag.
Gott lag. vísir/getty
Englandsmeistarar Leicester gátu ekki beðið um betri byrjun í frumraun sinni í Meistadeild Evrópu í fótbolta en liðið heimsótti Club Brugge í Belgíu og vann sannfærandi sigur, 3-0.

Leicester hefur ekki byrjað frábærlega á Englandi en meistararnir fengu skell á Anfield um helgina þar sem þeir steinlágu gegn Liverpool, 4-1.

Lærisveinar Claudio Ranieri virtust aftur á móti meira en tilbúnir í leikinn gegn Belgunum og skoruðu snemma. Marc Albrighton setti fyrsta markið en Riyad Mahrez bætti svo við tveimur.

„Þetta var mikilvægur sigur eftir tapið gegn Liverpool. Við skoruðum snemma sem gaf okkur meira sjálfstraust,“ sagði Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester, eftir leikinn.

„Club Brugge spilaði boltanum vel en við stjórnuðum leiknum sem var gott fyrir okkur.“

„Við komum þeim kannski aðeins á óvart í byrjun. Ég sagði við strákana að láta Meistaradeildarlagið hlaða batteríin en það fær mann alltaf til að berjast,“ sagði Claudio ranieri.

Leicester mætir næst Porto á heimavelli í fyrsta heimaleik liðsins í Meistaradeildinni frá upphafi.


Tengdar fréttir

Fullkomin frumraun Leicester

Stuðningsmenn Leicester hefði ekki getað beðið um betri byrjun í fyrsta leik liðsins í Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×