Viðskipti innlent

Meirihlutinn í Marinox seldur

Samúel Karl Ólason skrifar
Marinox vinnur meðal annars að rannsóknum og vinnslu hráefna úr þangi og þara.
Marinox vinnur meðal annars að rannsóknum og vinnslu hráefna úr þangi og þara. Vísir/GVA
Gengið hefur verið frá samningi um kaup írska fyrirtækisins Marigot, eiganda Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal, á 60% hlut í nýsköpunarfyrirtækinu Marinox ehf., sem er í eigu Matís ohf. og tveggja lykilstjórnenda þar.

Í tilkynningu frá Matís kemur fram að gefið verði út nýtt hlutafé fyrir hlut Marigot í kjölfarið.

Í tilkynningunni segir að Matís hafi í gegnum tíðina skapað sér öflugt orðspor á vettvangi rannsókna og nýsköpunar í matvælaframleiðslu og líftækni. Oftar en ekki hefur verið um að ræða afurðir sem hafa verið vannýttar eins og þang og þari. Þá starfsemi hefur Marinox byggst upp í kringum.

„Matís hefur þannig haft aðkomu að fyrirtækjum sem freistast hafa til þess að búa til verðmæti úr vannýttri auðlind sem aðrir hefðu ekki sýnt áhuga að nýta. Með því að styðja við nýsköpun starfsmanna Matís með þessum hætti er búinn til hvati fyrir rannsakendur hjá fyrirtækinu að fara lengra með sína vinnu og búa til úr henni verðmæta vöru, atvinnulífinu öllu til heilla.“

Marigot keypti hluta Marinox sem heldur utan um rannsóknir og vinnslu verðmætra hráfena úr hafinu. Fyrirtækið verður áfram rekið með sama nafni en nýjum ráðandi hluthafa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×