Innlent

Meirihlutinn í Borgarbyggð er fallinn

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Borgarnesi.
Frá Borgarnesi. Vísir/Vilhelm
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa slitið meirihlutasamstarfi sínu í Borgarbyggð.

Skessuhorn greinir frá þessu. Samstarfinu var formlega slitið í kjölfar sveitastjórnarfundar síðdegis í dag en miklar deilur hafa staðið um hvernig haga skuli skólamálum á Hvanneyri.

Heimildir Skessuhorns kveða á um að þreifingar um nýjan meirihluta tveggja flokka séu þegar hafnar. Ekki er tilgreint hvaða flokka um ræðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×