Viðskipti innlent

Meirihluti þingmanna telur að afnámi hafta ljúki á kjörtímabilinu

ingvar haraldsson skrifar
Meirihluti þingmanna telur að afnámi hafta verði lokið eftir tvö ár.
Meirihluti þingmanna telur að afnámi hafta verði lokið eftir tvö ár. vísir/pjetur
Meirihluti alþingismanna telur að gjaldeyrishöftunum verði aflétt á þessu kjörtímabili, sem lýkur eftir tvö ár. Þetta kemur fram í könnun Bloomberg.



Einungis þrír þingmenn ríkisstjórnarflokkana töldu að ekki verði búið að aflétta höftunum  áður en kjörtímabilinu líkur árið 2017.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki jafn bjartsýnir og kollegar hennar í ríkisstjórninni. 16 af 25 þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna telja að höftin verði enn við lýði við lok kjörtímabilsins. Tveir stjórnarandstöðuþingmenn telja að búið verði að afnema höftin að fullu, sjö þeirra telja að búið verði að taka skref í átt að afnám hafta þó þau verði enn við lýði að hluta til.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gaf út á ársfundi Seðlabanka Íslands að vonir stæðu til að á fyrri hluta ársins yrðu stórar ákvarðanir teknar er varða afnám hafta.  „Árið 2015 verði ár aðgerða og lausna í þessu máli,“ sagði Bjarni.

Ekki náðist í átta þingmenn stjórnarandstöðunnar við gerð könnunarinnar. Þá náði könnunin ekki til ráðherra ríkisstjórnarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×