Erlent

Meirihluti Fallujah í höndum stjórnarliða

Samúel Karl Ólason skrifar
Herinn hefur sótt að Fallujah síðustu fjórar vikur.
Herinn hefur sótt að Fallujah síðustu fjórar vikur. Vísir/AFP
Írakski herinn hefur náð meirihluta borgarinnar Fallujah úr höndum Íslamska ríkisins. Herinn segir ISIS-liða á undanhaldi en borgin hefur verið eitt helsta vígi samtakanna í landinu frá janúar 2014, um hálfu ári áður en skyndisókn þeirra í norðurhluta landsins hófst. Vígamenn ISIS eru enn með hald á stórum hluta borgarinnar og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að enn þurfi að berjast um þau.

Talsmaður hersins segir BBC að hann búist við því að Íslamska ríkið muni missa algera stjórn á vígamönnum sínum á næstu klukkustundum. Yfirmaður sérsveita hersins segir herinn stjórna um 80 prósentum af Fallujah.

Herinn hefur unnið að frelsun Fallujah síðustu fjórar vikur og hefur sókn þeirra verið studd af loftárásum Bandaríkjanna. Þorp og vegir nærri borginni voru fyrstu skotmörk hersins og var unnið að því að umkringja borgina.

Næsta vígi ISIS sem herinn stefnir að því að frelsa er borgin Mosul. Sú sókn hefur verið undirbúin síðustu máuði.

Hér að neðan má sjá heimildamynd Vice um baráttuna um Fallujah. Vert er að vara lesendur við grófu myndefni. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×