Viðskipti erlent

Meirihluti Breta gegn útgöngu úr ESB

Sæunn Gísladóttir skrifar
Skiptar skoðanir eru um aðild Breta að ESB, David Cameron forsætisráðherra styður viðveru en Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, vill yfirgefa ESB.
Skiptar skoðanir eru um aðild Breta að ESB, David Cameron forsætisráðherra styður viðveru en Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, vill yfirgefa ESB. vísir/EPA
Samkvæmt nýrri könnun breska dagblaðsins The Telegraph styðja 55 prósent Breta áframhaldandi viðveru í Evrópusambandinu, á meðan 42 prósent vilja yfirgefa ESB. Karlmenn, íhaldssamt fólk og eldri borgarar mælast nú líklegri til að kjósa um áframhaldandi viðveru.

Nýja könnunin ætti að valda þeim sem vilja yfirgefa ESB áhyggjum þar sem að helstu stuðningshópur útgöngu virðast hafa skipt um skoðun. Þessi skoðunakönnun er í takt við kannanir síðustu vikna sem benda til þess að Bretland muni vera áfram í ESB eftir kosningarnar þann 23. júní næstkomandi.

Könnunin sýnir að 57 prósent þeirra sem sögðust hafa kosið Íhaldsflokkinn í síðustu kosningum í fyrra vilji að Bretland verði áfram í ESB. Í mars mældist sá hópur einunigs með 34 prósent fylgi. Því virðist sem kjósendur Íhaldsflokksins séu að fylgja forsætisráðherra sínum, David Cameron, og vilja vera áfram í ESB.

Bretar sem eru 65 ára eða eldra eru sá hópur sem líklegastur er til að styðja útgöngu úr ESB. Hins vegar sögðust 52 prósent þeirra styðja áframhaldandi viðveru núna, samanborið við 34 prósent í mars. 


Tengdar fréttir

Pundið gæti veikst um 15%

Ef Bretland yfirgefur Evrópusambandið myndi atvinnulausum fjölga um allt að átta hundruð þúsund og gengi breska pundsins gæti veikst um fimmtán prósent gagnvart öðrum gjaldmiðlum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×