Innlent

Meirihlutaviðræður á Akureyri: Hafa hist í tvígang í dag

Sveinn Arnarsson skrifar
Oddvitar L-lista fólksins, Samfylkingar og Framsóknar hafa hist í tvígang í dag á Akureyri í viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í bænum.

Samkvæmt heimildum Vísis er góður gangur í viðræðum flokkanna. Næstu menn á lista flokkanna hafa bæst við meirihlutaviðræðurnar í dag og eru því ekki aðeins oddvitar listanna að ræða saman um myndun meirihlutans. Líklegt þykir þó að málin verði ekki kláruð í dag, þó viðræður gangi að óskum. Engin stórvægileg ágreiningsmál hafi komið upp í viðræðum sem gæti stefnt þessum tilvonandi nýja meirihluta í hættu.

Samfylking og Framsókn bæta við sig manni í bæjarstjórn á meðan L-listinn tapar stórum hluta fylgis síns og fer úr 6 bæjarfulltrúum í tvo. Enginn tveggja flokka meirihluti er í myndinni á Akureyri og því þarf þrjá eða fleiri flokka til að mynda starfhæfan meirihluta. Áðurnefndir flokkar fengu tvo menn kjörna hver.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn á Akureyri og er eini flokkurinn sem fær þrjá bæjarfulltrúa kjörna.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×