Innlent

Meirihlutanum ekki treyst fyrir grunnstoðum samfélagsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Íslendingar virðast ekki telja stjórnarflokkana best til þess fallna að leiða málaflokka sem tengjast grunnstoðum samfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn er talinn bestur til þess fallinn að leiða lög og reglu almennt og Vinstri grænir umhverfismál.

MMR kannaði nýverið afstöðu fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða fimm málaflokka tengda grunnstoðum samfélagsins sem stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að fást við á næstu mánuðum.

Þeir málaflokkar sem um ræðir eru lög og regla almennt, heilbrigðismál, mennta- og skólamál, nýting náttúruauðlinda (s.s. fiskveiðar, vatn og orka) og umhverfismál.

Af málaflokkunum fimm voru ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, ekki taldir bestir til þess fallnir að leiða neinn málaflokk af meira en helming þátttakenda samanlagt.

Frekari upplýsingar má sjá á vef MMR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×