Innlent

Meiri peningur settur í malbikun í borginni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Borgin samþykkti í dag að verja meiri pening í malbikun.
Borgin samþykkti í dag að verja meiri pening í malbikun. Vísir/Pjetur
Reykjavíkurborg ætlar að setja 150 milljónir aukalega í lagfæringar á götum. Áætlað er því að verja 690 milljónum til malbiksframkvæmda í Reykjavík, 250 milljónum meira en á síðasta ári.



Í tilkynningu frá borginni kemur fram að með hækkuninni séu framlög til malbikunar orðin jafnhá og þau voru árið 2008 að núvirði. Borgin ætlar að láta fagmenn meta ástand gatna í mars og apríl en á grundvelli þess mats verður framkvæmdaáætlun fyrir malbikun gerð.



Starfsmenn borgarinnar sinna tilfallandi viðhaldi og holufylla eftir þörfum áfram og eru vegfarendur eru hvattir til að láta vita af holum svo hægt sé að bregðast við, samkvæmt tilkynningunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×