Innlent

Meiri líkur á eldgosi í Bárðarbungu

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Gosið sem varð í Bárðarbungu á laugardaginn fyrir viku var margfalt stærra en gosið sem varð í gær. Þrír stórir jarðskjálftar mældust í nótt og er nú talið mun líklegra en áður að eldgos hefjist í Bárðarbungu.

Sigurlaug Hjaltadóttir er jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

„Jarðskjálftamælar sýndu að óróinn var mun hærri á laugardaginn var. Jafnframt var vatn að mæta kvikunni og þá verður meiri sprengivirkni. Það er talið að þarna hafi komið upp tíu sinnum meira efni en í gosinu í Holuhrauni,“ segir Sigurlaug. 




Á fundi vísindamannaráðs kom fram að gos í Bárðarbungu sé nú talið líklegra en áður. Skjálftavirkni er enn mjög mikil, og mest á 15 kílómetra löngu svæði með miðju á jaðri Dyngjujökuls. Sú virkni hefur hins vegar ekki færst norðar í tvo sólarhringa. 

„Það eru ágætislíkur á öðru litlu gosi á meðan kvikuflutningurinn er ennþá mikill þarna upp í ganginn og upp undir Bárðarbungu. Það er bara alveg ómögulegt að segja hvort og hvenær það gerist,“ segir Sigurlaug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×