Innlent

Meira en helmingur brúa eru einbreiðar

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Ein einbreið. Hengibrúin yfir Jökulsá á Fjöllum.
Ein einbreið. Hengibrúin yfir Jökulsá á Fjöllum. Fréttablaðið/Pjetur
Af 1.190 brúm sem eru í umsjón Vegagerðar ríkisins eru 694 einbreiðar, eða tæp 60 prósent.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Ólafar Nordal, innanríkisráðherra á Alþingi í gær, við fyrirspurn Haraldar Einarssonar, þingmanns Framsóknarflokks.

Í svari ráðherra kemur jafnfram fram að meðalaldur einbreiðra brúa sé 50 ár og að 197 þeirra (tæp 17 prósent) séu þar sem hámarkshraði á vegi er 90 kílómetrar á klukkustund.

Brýr þar sem hámarkshraði er 90 eru flestar í suðurkjördæmi, eða 73 og fæstar í Suðvesturkjördæmi, sex talsins.

Ráðherra segir í svari sínu mikinn árangur hafa náðst á undanförnum áratugum í fækkun einbreiðra brúa. 

„Má segja að verstu staðirnir á umferðarmestu vegunum hafi verið lagfærðir að mestu,“ segir í svarinu. Enn sé þó mikið verk óunnið. 

Bent er á að Í vegáætlunarhluta samgönguáætlunar 2011 til 2022 sé gert ráð fyrir einum og hálfum milljarði króna til breikkunar einbreiðra brúa á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×