Innlent

Meintur árásarmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var grunaður árásarmaður yfirheyrður seinni partinn í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var grunaður árásarmaður yfirheyrður seinni partinn í dag. vísir/stöð 2
Maðurinn sem grunaður er um að hafa stungið annan mann með hnífi í bakið í nótt var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 9. mars. Hann var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur á sjötta tímanum í kvöld.

Maðurinn er á þrítugsaldri og grunaður um að hafa stungið félaga sinn í bakið fyrir utan stúdentagarðana við Sæmundargötu í nótt. Sá sem fyrir árásinni varð liggur þungt haldinn í öndunarvél á gjörgæsludeild.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var grunaður árásarmaður yfirheyrður seinni partinn í dag. Þá hafa skýrslur verið teknar af nokkrum vitnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×