Erlent

Meint vændi í milljarðasvindli

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Bankinn er sagður hafa tapað 317 milljónum dollara.
Bankinn er sagður hafa tapað 317 milljónum dollara. Nordicphotos/Getty
Fyrrverandi starfsmenn breska bankans og tryggingafyrirtækisins HBOS, sem er í eigu Lloyds Banking Group, þáðu stórgjafir, lúxusferðir til útlanda og þjónustu dýrra fylgdarkvenna til að koma á tengslum sem auðvelduðu samverkamönnum þeirra að taka yfir mörg illa stæð fyrirtæki.

Svindlið er sagt hafa kostað bankann 317 milljónir dollara, að því er kemur fram á vef Bloomberg-fréttaveitunnar. Lögreglurannsókn leiddi í ljós að ráðgjafarfyrirtæki hafði mútað deildarstjóra í bankanum gegn aðstoð við svindlið.

Í bankakreppunni á Englandi bjargaði ríkið HBOS sem fór síðan undir stjórn Lloyds Banking Group.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×