Innlent

Meiðyrðamál Gunnars Þorsteinssonar: Engar skaðabætur en ummæli dæmd ómerk

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Gunnar Þorsteinsson.
Gunnar Þorsteinsson. VISIR/ANTON

Ásta Sigríður H. Knútsdóttir  Sesselja Engilráð Barðdal, Steingrímur Sævarr Ólafsson og Vefpressan ehf. voru í dag sýknuð af fimmtán milljóna króna skaðabótakröfu fyrir  ærumeiðandi ummæli í garð Gunnars Þorsteinssonar sem oft er kenndur við Krossinn. Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú klukkan 14.



Eftirfarandi ummæli voru dæmd ómerk:

„... gegn þeirri refsiverðu háttsemi sem Gunnar hefur gerst sekur um ...“.

„Talskona kvenna veit um 16 fórnarlömb: Vísbendingum rignir inn – Spannar 25 ára tímabil“.

„Talskona kvenna sem saka Gunnar Þorsteinsson í Krossinum um kynferðislegt ofbeldi segist vita samtals um 16 fórnarlömb. Í samtali við Pressuna segist hún hafa fengið vísbendingar frá konum sem saka Gunnar um kynferðislegt ofbeldi yfir 25 ára tímabil“.

„Í samtali við Pressuna segir Ásta að fyrir utan þær fimm konur sem hún heldur utan um viti hún um 9 aðrar sem saka Gunnar um kynferðisofbeldi“.

„Vitni að meintri kynferðislegri áreitni Gunnars...“



Málið, sem er býsna flókið og á sér langan aðdragandi; tengist ásökunum á hendur Gunnari, þess efnis að hann hafi áreitt sjö konur í Krossinum. Gunnar hefur ávallt haldið því fram að þessar ásakanir tengist pólitík og valdabaráttu í söfnuðinum og haldið fram sakleysi sínu.

Beðið eftir dómsuppsögu.Vísir/Vilhelm

Pressan birti nokkrar fréttir af þessum ásökunum, sú fyrsta var 23. nóvember 2010 og krafðist Gunnar þess að vefmiðillinn drægi fréttirnar til baka en þáverandi ritstjóri, Steingrímur Sævarr Ólafsson sagði miðilinn standa við fréttirnar. Í kjölfar þessa kærði svo Gunnar Steingrím Sævarr Ólafsson, Vefpressuna ehf. auk Ástu Sigríði H. Knútsdóttur og Sesselju Engilráð Barðdal fyrir meiðyrði.



Gunn­ar krafðist alls 15 millj­óna króna í skaðabæt­ur, fimm millj­óna frá hverj­um aðila fyr­ir sig, og af­sök­un­ar­beiðni. Einnig fór hann fram á að um­mæli í tíu grein­um sem birtust í fréttum Pressunar frá 23. til 30 nóvember árið 2010 yrðu dæmd ómerk.

Úr dómssal í dag.Vísir/Vilhelm

Lögreglan rannsakaði ásakanirnar á hendur Gunnari og var niðurstaðan sú að ekki taldist ástæða til að fara lengra með málið og var kærum vísað frá. Gunnar hefur haldið því fram að það sýni og sanni að ásakanirnar hafi verið algerlega tilhæfulausar, meðan þær konur sem um ræðir hafa talað um að málið hafi einfaldlega talist fyrnt.



Aðalmeðferðin í meiðyrðamálinu stóð yfir í tvo daga,  20. og 21. maí, í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Færri komust inn í salinn en vildu, en salurinn er sá stærsti í húsakynnum héraðsdóms. Vísir fjallaði ítarlega um réttarhöldin og fréttir af þeim má nálgast hér að neðan.



Nánari fréttir af niðurstöðum héraðsdóms má sjá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.


Tengdar fréttir

Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum: Segir Jónínu Ben hafa hótað sér

„Ég fékk símtal frá Jónínu Ben þar sem hún fór fram á að ég myndi lýsa því yfir opinberlega að ég tryði ekki þessum konum og að ég teldi þetta rangt. Hún fór jafnframt fram að ég myndi loka dyrum Drekaslóðar,“ sagði Thelma Ásdísardóttir, ráðgjafi hjá Drekaslóð.

Gunnar: Hjónabandið hvati til árása

Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi.

Svipugöng Gunnars í Krossinum

„Það er þjáning samfara því að kalla saman þá sem hafa búið til um mig sögur og sagnir og í framhaldi af því tekið að sér hlutverk ákæranda, kviðdóms, dómara og böðuls.“

Símhringingar og hótanir á talhólf

Ein kvennanna sem Gunnar í Krossinum hefur stefnt fyrir meiðyrði segir konurnar hafa verið hræddar við áreiti frá Gunnari.

„Guð einn veit að færri konur fengju þig en vildu“

„Ráðleggingar margra til þín var að láta þetta yfir sig ganga, þú valdir að gera það ekki. Ég virði það og er hér á hliðarlínunni tilbúin að fá þig í fangið þegar þú vilt koma.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×