MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 12:38

Navalny dćmdur til fangelsisvistar

FRÉTTIR

Meiđsli Björns Bergmanns virđast ekki alvarleg

 
Handbolti
14:30 11. JANÚAR 2016
Hér er veriđ ađ huga meiđslum Björns.
Hér er veriđ ađ huga meiđslum Björns. VÍSIR/GETTY

Björn Bergmann Sigurðarson var nýkominn af stað með enska B-deildarliðinu Wolverhampton Wolves þegar hann virtist meiðast illa í bikarleik gegn West Ham um helgina.

Björn lagðist skyndilega í grasið eftir að hafa fengið mikinn verk í bakið en enginn leikmaður var þá nálægt honum. Hann var borinn af velli eftir að hafa fengið aðhlynningu í dágóða stund.

„Hann fór í aðgerð á bakinu í sumar sem heppnaðist vel, sem betur fer,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, bróðir hans, í samtali við Vísi í dag.

Sjá einnig: Björn Bergmann borinn af velli

„Hann fann fyrir verki og vildi ekki taka neina áhættu. Því lagðist hann niður,“ sagði Jóhannes Karl enn fremur.

„Eftir leikinn fór hann í myndatöku í London sem komu vel út. Það er enginn sjáanlegur skaði eða neitt slíkt. Hann er búinn að vera í meðhöndlun og þetta lítur allt saman vel út.“

„Wolves á leik á morgun og hann nær honum ekki. En það er stefnt að því að hann geti spilað [gegn Cardiff] um helgina.“

Björn Bergmann spilaði sínar fyrstu mínútur á tímabilinu með Wolves á nýársdag þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Brighton. Hann stóð sig vel í honum og var í byrjunarliðinu gegn West Ham.

Sjá einnig: Fyrsti leikur Björns Bergmanns fyrir Úlfana í tvö ár

Björn Bergmann átti góðan leik þar til hann meiddist og var nálægt því að skora. Meiðslin voru því einkar svekkjandi, ekki síst í ljósi þess að liðið er búið að missa tvo framherja á skömmum tíma.

Sheyi Ojo, sem var í láni frá Liverpool, hefur verið kallaður til baka úr láninu og þá hefur félagið selt Benik Afobe til Bournemouth.

„Mér finnst allar líkur á því að Björn fái tækifæri til að spila og sýna hversu góður hann er,“ sagði Jóhannes Karl.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Meiđsli Björns Bergmanns virđast ekki alvarleg
Fara efst