Enski boltinn

Meiddist De Bruyne alvarlega í kvöld?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
De Bruyne öskrar af sársauka í kvöld.
De Bruyne öskrar af sársauka í kvöld. Vísir/Getty
Kevin De Bruyne var borinn af velli í 3-1 sigri Manchester City á Everton í undanúrslitum deildabikarkeppninnar í kvöld.

De Bruyne skoraði í leiknum í kvöld en hefur átt magnaða leiktíð með City og skorað tólf mörk auk þess að leggja upp þrettán til viðbótar, eftir að hann kom frá Wolfsburg í haust.

Sjá einnig: City mætir Liverpool á Wembley

Þó svo að ekkert sé vitað um meiðslin að svo stöddu virtust þau slæm. Ef um alvarleg hnémeiðsli er að ræða má gera ráð fyrir því að hann spili ekki meira á leiktíðinni og missi af EM í Frakklandi í sumar, en De Bruyne er lykilmaður í belgíska landsliðinu.

Uppfært 22.20: Manuel Pellegrini, stjóri City, sagði við Sky Sports að það væri grunur um sködduð liðbönd. Það verður meira vitað á morgun en að þetta séu „ekki góð meiðsli“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×