Erlent

Megyn Kelly hættir á Fox

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Megyn Kelly er ein þekktasta fréttakona í Bandaríkjunum um þessar mundir.
Megyn Kelly er ein þekktasta fréttakona í Bandaríkjunum um þessar mundir. vísir/epa
Fréttakonan Megyn Kelly hefur greint frá því að hún hafi sagt upp starfi sínu á sjónvarpsstöðinni Fox. 

Hún hefur þegar gert samning við sjónvarpsstöðina NBC þar sem hún kemur til með að stýra sínum eigin umræðuþætti sem sýndur verður að degi til. Þá mun hún einnig taka þátt í kvöldfréttum stöðvarinnar á sunnudögum. 

Kelly skaust upp á stjörnuhimininn í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum en hún gekk oft afar hart að forsetaframbjóðandanum Donald Trump.

Á fyrstu kappræðum tilvonandi forsetaefna Repúblíkanaflokksins á síðasta ári yfirheyrði hún Trump til að mynda um niðrandi ummæli hans í garð kvenna. Hún spurði hann einnig hvenær hann hefði ákveðið að ganga til liðs við Repúblíkanaflokkinn enda hefði hann, að hennar sögn, áður verið Demókrati. 

Eftir kappræðurnar ýjaði Trump að því að ástæðan fyrir ágengni Kelly væru sú að hún væri á blæðingum. Auk þess neitaði hann að koma fram í fleiri kappræðum Fox News eftir atvikið

Ummæli Trumps um Kelly voru notuð ítrekað gegn honum síðar í aðdraganda kosninganna enda þóttu þau sýna fram á takmarkaða virðingu frambjóðandans í garð kvenna. 

Sjá einnig: Fallon hæðist að Trump og ummælum hans um Kelly


Tengdar fréttir

Trump og Fox í hár saman

Fox fréttastöðin bandaríska og auðkýfingurinn Donald Trump eru komin í hár saman eftir að Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að mæta í kappræðuþátt á stöðinni með öðrum frambjóðendum repúblikana sem sækjast eftir útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×