FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR NÝJAST 07:30

Umbođsmađur Rooney er í Kína

SPORT

Megatron ćtlar ađ hćtta

 
Sport
23:00 01. FEBRÚAR 2016
Johnson hitar upp fyrir síđasta leikinn á ferlinum.
Johnson hitar upp fyrir síđasta leikinn á ferlinum. VÍSIR/GETTY

Einn besti útherji í sögu NFL-deildarinnar hefur að sögn ákveðið að leggja skóna á hilluna þó svo hann aðeins þrítugur.

Við erum að tala um Calvin Johnson, leikmann Detroi Lions. Johnson, oftast kallaður Megatron, hefur átt ótrúlegan feril og það kemur mörgum á óvart að hann sé að hætta.

Samkvæmt frétt ESPN þá tjáði Johnson fjölskyldu sinni og vinum fyrir tímabilið sem nú er að enda að það yrði hans síðasta. Hann færði þjálfara Lions sömu skilaboð eftir lokaleikinn.

Þjálfari Lions, Jim Caldwell, bað Johnson um að taka sér tíma til þess að íhuga málið betur. Hann hefur gert það en er ansi harður á sinni ákvörðun.

Eftir níu ára feril í NFL-deildinni er skrokkurinn á Megatron farinn að gefa eftir. Það er aðalástðæðan fyrir því að hann ætlar að hætta.

Johnson spilaði alla leiki Lions á leiktíðinni og greip 88 bolta fyrir 1.214 jördum. Þetta var sjötta árið í röð sem hann fer yfir 1.000 jarda og sjöunda skiptið í heildina.

Hann var valinn númer tvö í nýliðavalinu árið 2007 og átti sitt besta ár leiktíðina 2012 er hann sló met með því að grípa bolta fyrir 1.964 jördum. Einstakur árangur.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Megatron ćtlar ađ hćtta
Fara efst