Enski boltinn

Mega skipta fjórum leikmönnum inná í enska bikarnum í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tottenham skitpir hér tveimur mönnum inná í einu.
Tottenham skitpir hér tveimur mönnum inná í einu. Vísir/Getty
Englendingar ætla að bjóða upp á nýung í enska bikarkeppninni á komandi tímabili en enska knattspyrnusambandið hefur samþykkt breytingu á reglu varðandi varamenn.

Félög mun þannig fá leyfi til að nota fjórða varamanninn í framlengingu í lokahluta enska bikarsins. BBC segir frá.

Varamönnum hefur hægt og rólega verið að fjölga í fótboltanum. Einu sinni voru engir varamenn leyfðir, svo mátti skipta inn tveimur og svo máttu þjálfarar gera þrjár skiptingar. Nú dettur sá fjórði inn en aðeins við sérstakar aðstæður.

Nú mega knattspyrnustjórarnir nota fjóra varamanninn í framlengingum í átta liða úrslitum eða síðar í keppninni.  

Þetta varamanna-kerfi var til reynslu í Ameríkukeppninni í sumar en til þess að breytingin gangi alveg í gegn þá þurfa Englendingar að fá leyfi frá Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda sem ræður reglunum.

Enski bikarinn er elsta fótboltakeppni í heimi og því athyglisvert að þessi breyting verði gerði í þessari keppni sem er uppfull af allskonar hefðum og venjum. Það er hinsvegar vitað að forráðamenn enska knattspyrnusambandsins eru að finna leiðir til að létta álagið á sína leikmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×