Viðskipti innlent

Mega ekki sjá bréf Björgólfs

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Björgólfur Guðmundsson, fyrrum stjórnarformaður Landsbankans.
Björgólfur Guðmundsson, fyrrum stjórnarformaður Landsbankans. vísir/getty
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest synjun Þjóðskjalasafnsins á beiðni erlendra vátryggjenda um aðgang að gögnum tengdum gamla Landsbankanum. Þeir fá þó minnisblað Fjármálaeftirlitsins frá nóvember 2008 um hvernig bankinn „tengdi saman áhættur“.

Landsbankinn krefur vátryggjendurna um greiðslu úr stjórnendatryggingu. Þeir segjast hins vegar ekki hafa verið upplýstir um misferli og margvísleg brot af hálfu bankans og starfsmanna hans. Vildu þeir ýmis gögn frá Þjóðskjalasafni, þar á meðal bréf lögmanns Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi stjórnarformanns bankans, til rannsóknarnefndar Alþingis í janúar 2010, bréfaskipti bankans og FME árið 2007 og minnisblöð starfsmanna eftirlitsins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×