Innlent

Meðvitundarlítill vegna mikillar neyslu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn brást illa við þegar komið var á slysadeildina í Fossvogi.
Maðurinn brást illa við þegar komið var á slysadeildina í Fossvogi. vísir/pjetur
Um klukkan hálfsjö í morgun var óskað eftir aðstoð sjúkralið og lögreglu vegna karlmanns sem var meðvitundarlítill vegna mikillar neyslu ávana-og fíkniefna. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til skoðunar en þegar þangað var komið brást maðurinn illa við þannig að það þurfti frekari aðstoð lögreglu á meðan maðurinn náði áttum.

Þá var tilkynnt um hóp ungmenna sem voru með ólæti í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði um klukkan hálfellefu í morgun.

Upp úr klukkan hálfátta var síðan tilkynnt um umferðaróhapp tveggja bifreiða á gatnamótum Stekkjarbakka og Álfabakka en engin slys urðu á fókli.

Klukkan 08:40 voru svo tveir karlmenn og ein kona handtekin vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna. Þau voru handtekin og færð í blóðsýnatöku þar sem þau voru missaga um hver hafi ekið bílnum og svo vistuð í fangaklefa þar til hægt væri að taka af þeim skýrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×