Innlent

Meðmælavísitala íslenskra fyrirtækja almennt lág

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/daníel
Tíu fyrirtæki af sjötíu og þremur í nítján atvinnugreinum mældust með jákvæða meðmælavísitölu samkvæmt könnun MMR sem gerð var á dögunum. Meðmælavísitala íslenskra fyrirtækja mældist almennt lág, en í átján af nítján atvinnugreinum var meðal meðmælavísitala neikvæð, þ.e minnihluti viðskiptavina var tilbúinn til að mæla með þjónustu fyrirtækja í atvinnugreininni. Þannig mældist meðmælavísitala íslenskra atvinnugreina á bilinu -61 prósent til 0 prósent.

Eldri kannanir MMR sýna fram á að yfir 80 prósent Íslendinga treysti helst á meðmæli fólks sem það þekkir þegar það leitar sér upplýsinga um vörur og þjónustu. „Lágt hlutfall meðmælenda er áhyggjuefni fyrir íslensk fyrirtæki enda benda rannsóknir eindregið til þess að jákvæð (og/eða neikvæð) umfjöllun viðskiptavina sé sá þáttur sem hafi hvað mest áhrif hafi á öflun nýrra viðskiptavina,“ segir í tilkynningu frá MMR.  

Könnunin var gerð 30.apríl til 6.maí 2014 og tóku 988 einstaklingar, 18 ára og eldri, þátt í könnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×