Innlent

Meðlimir VM samþykktu kjarasamning

Samúel Karl Ólason skrifar
Verkfall sjómanna og vélstjóra hafði staðið yfir í rúma tvo mánuði þegar sjómenn samþykktu sína samninga þann 19. febrúar.
Verkfall sjómanna og vélstjóra hafði staðið yfir í rúma tvo mánuði þegar sjómenn samþykktu sína samninga þann 19. febrúar. Vísir/Vilhelm
Meðlimir VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna hafa samþykkt kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sem undirritaður var þann 18. febrúar. Atkvæðagreiðslu um samninginn lauk nú í hádeginu.

266 af 479 á kjörskrá tóku þátt í atkvæðagreiðslunni eða 55,5 prósent. 163 eða 61,3 prósent sögðu já og 98 eða 36,8 prósent sögðu nei. Fimm, eða 1,9 prósent skiluðu auðu, samkvæmt tilkynningu frá VM.

Verkfall sjómanna og vélstjóra hafði staðið yfir í rúma tvo mánuði þegar sjómenn samþykktu sína samninga þann 19. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×