Innlent

Meðlagsgreiðendur styðja bætta löggjöf um nálgunarbann

Samúel Karl Ólason skrifar
Stjórnin segir mikilvægt að stemma stigu við heimilisofbeldi með sértækum aðgerðum eins og nálgunarbanni.
Stjórnin segir mikilvægt að stemma stigu við heimilisofbeldi með sértækum aðgerðum eins og nálgunarbanni. Vísir/Valli/Getty
Stjórn Samtaka meðlagsgreiðenda lýsir yfir stuðningi við ályktun Femínistafélags Íslands, Kvennaathvarfsins, Kvennaráðgjafarinnar, Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Stígamót og Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi um bætta löggjöf um nálgunarbann.

„Of lengi hafa ofbeldismenn unnið tjón á réttindabaráttu umgengnisforeldra. Þeir mega ekki standa í vegi fyrir því að umgengnisforeldrar njóti mannréttinda á við aðra í samfélaginu,“ segir í tilkynningu frá stjórn Samtaka meðlagsgreiðenda.

Ályktunin var afhent Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í gær.

Stjórnin segir mikilvægt að stemma stigu við heimilisofbeldi með sértækum aðgerðum eins og nálgunarbanni. Þá lýsa samtökin stuðningi við slíkar aðgerðir, um leið og þau hvetja löggjafann og stjórnvöld að huga að mannréttindum umgengnisforeldra, eins og umgengnisréttar og réttar til sömu velferðarþjónustu og aðrir foreldrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×