Viðskipti innlent

MedEye inn á sjúkrahús

Haraldur Guðmundsson skrifar
MedEye lyfjaöryggiskerfið í notkun.
MedEye lyfjaöryggiskerfið í notkun. Mynd/Mint Solutions
Mint Solutions og samstarfsaðilar íslensk-hollenska hátæknifyrirtækisins í Evrópu hafa náð samkomulagi um að veita liðlega þrjár milljónir evra, um 340 milljónir íslenskra króna, í innleiðingu lyfjaöryggiskerfisins MedEye á sjúkrahúsum í Bretlandi og hjúkrunar- og dvalarheimilum í Belgíu.

Samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins er verkefnið styrkt af nýsköpunarsjóðnum EU Horizon 2020 Fast Track to Innovation og felst meðal annars í ítarlegum rannsóknum á áhrifum MedEye á lyfjaöryggi. Kerfið gerir hjúkrunarfræðingum kleift að skanna öll lyf, hvort sem um er að ræða töflur, sprautur, samsett lyf eða umpökkuð lyf, rétt áður en þau eru gefin sjúklingum og eykur þannig öryggi sjúklinga til muna. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×