Innlent

Meðalverð á flugi enn í sögulegu lágmarki

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Meðalverð er nú 44.709 krónur.
Meðalverð er nú 44.709 krónur. Vísir/GVA
Meðalverð á flugi frá Keflavík helst í sögulegu lágmarki og er nú 44.709 krónur. Það er einu prósentustigi meira en það var í síðasta mánuði en það var lægsta meðalverð á flugi sem flugleitarvefurinn Dohop hafði séð.

Mikill munur er hins vegar á meðalverði til Bandaríkjanna, en flug til Boston hækkar um 20 prósent á milli mánaða og 24 prósent til New York. Það hefur aftur á móti lækkað mikið til Hamborgar, Barselóna og Amsterdam.

Dohop telur að með auknum straumi ferðamanna megi gera ráð fyrir að flugfélög sem nú þegar fljúgi til Íslands fjölgi flugferðum sínum og bæti nýjum borgum við, auk þess sem ný félög séu líkleg til að hefja áætlunarflug til Íslands. Það að leiða til enn frekari verðlækkana næsta sumar, segir í tilkynningu frá Dohop.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×