Innlent

Meðallaun lækna rúmlega 1,1 milljón króna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skurðlæknar eru ekki meðtaldir í umræddum tölum.
Skurðlæknar eru ekki meðtaldir í umræddum tölum. Vísir/Ernir
Meðallaun lækna á launaskrá hjá ríkinu á árinu 2013 voru kr. 1.126.292.- á mánuði en þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Leitað var eftir því við fjármála- og efnahagsráðuneytið að birta tölulegar upplýsingar um laun lækna sem starfa hjá ríkinu.

Skurðlæknar eru ekki meðtaldir. Heildarfjöldi ársverka sem að baki er 569.

Ráðuneytið hefur tekið saman gögn um meðallaun þeirra lækna sem þiggja laun frá ríkinu og hins vegar upplýsingar um meðaltal heildarlauna lækna sem starfa á Landsspítala Íslands, sundurliðaðar eftir stöðuheitum.

Ráðuneytið tekur fram að um eru að ræða meðtalin öll laun lækna; dagvinnulaun, yfirvinnulaun, vaktaálag, stjórnunarálag, helgunarálag, menntunarálag o.fl.

Heildarlaunagreiðslur til lækna sem starfa á Landsspítala Íslands, sundurliðaðar eftir starfsheitum, voru að meðaltali sem hér segir á árinu 2013 (reiknað á ársverk):

mynd/fjármála- og efnahagsmálaráðuneytið
Heildarlaunagreiðslur til lækna sem starfa við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sundurliðaðar eftir starfsheitum, voru að meðaltali sem hér segir á árinu 2013 (reiknað á ársverk):

mynd/fjármála- og efnahagsmálaráðuneytið
Fundi í kjaradeilu lækna lauk í húsnæði ríkissáttasemjara á þriðja tímanum í gær. Deiluaðilar höfðu þá fundað í tæpa fimm klukkutíma. Engin sátt náðist á fundinum. Boðað hefur verið til næsta fundar á sama stað í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×