Viðskipti innlent

Meðalaldur grunnskólakennara hækkar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Árið 1998 var meðalaldur starfsfólks við kennslu í grunnskólum 41,7 ár. Haustið 2013 var hann kominn í 46,0. Meðalaldur kvenkennara hefur hækkað meira á tímabilinu en karla.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Meðalaldur kvenkennara hefur hækkað úr 41,2 árum í 46,1 ár. Meðalaldur karlkennara hefur hækkað úr 43,2 árum í 45,4 ár.

Þá er meðalaldur kennara án réttinda 39,4 ár, en hann hefur á öllu tímabilinu verið töluvert lægri en meðalaldur kennara með réttindi. Hann er 46,2 ár.

Fremur litlar breytingar hafa orðið á kennarafjölda á síðustu 15 árum, en þeim hefur þó fjölgað um 6,3 prósent. Séu sérkennarar taldir með er fjölgunin 14,7 prósent. Hins vegar hefur þroskaþjálfum fjölgað um 383 prósent og stuðningsfulltrúum um 215 prósent.

Séu allir starfsmenn grunnskóla á landinu taldir hefur þeim fjölgað um 22,7 prósent frá hausti 1998.

Nemendum í grunnskólum fjölgaði um 414 í fyrra, eða um eitt prósent. Þó hafði þeim fækkað jafnt og þétt frá árinu 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×