Menning

Með skiptilykil og ananas

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Þau Katie Buckley og Frank Aarnink í Duo Harpverk taka upp á ýmsu bæði utan sviðs og innan.
Þau Katie Buckley og Frank Aarnink í Duo Harpverk taka upp á ýmsu bæði utan sviðs og innan.
?Þetta verður fjölbreytt prógramm,? segir Frank Aarnink slagverksleikari um efnisskrá tónleikanna Töfratóna Duo Harpverk sem hefjast klukkan 15.15 í Norræna húsinu síðdegis á morgun. Þar spilar hann ásamt Katie Buckley hörpuleikara og saman mynda þau Duo Harpverk.

?„Við erum með einn frumflutning, eftir Inga Garðar Erlendsson. Hitt efnið er úr okkar safni,?“ segir Frank og heldur áfram: ?„Þrjú þeirra verka höfum við bara spilað einu sinni áður. Það var 2012 svo við þurfum að æfa þau núna eins og um frumflutning sé að ræða. Þetta eru Oneness of One Is One eftir Berg­rúnu Snæbjörnsdóttur, Brú eftir Þráin Hjálmarsson og Amsterdam eftir Jeppe Petersen.

Þráinn er með nóturnar bæði á blöðum og vídeói og nóturnar hennar Bergrúnar eru svo fallega skrifaðar að þær eru listaverk út af fyrir sig.?“

Allir sem eiga verk á tónleikunum eru félagar í tónskáldahópnum S.L.Á.T.U.R. Einn þeirra er Áki Ásgeirsson sem á verkið 242 Degrees. Í því kveðst Frank vera með skiptilykil og ananas á sviðinu.

Það er greinilega tekið upp á ýmsu hjá þessum hópi. Frank tekur undir það. ?

„Síðast þegar Ingi Garðar sendi okkur verk þurftum við að spila á plastslöngu, tíu metra langa en við vitum ekki hvað bíður okkar núna.?“

Þetta eru síðustu 15:15 tónleikarnir á árinu 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×