Lífið

Með rosalega klamydíu, drap lítinn kött en að lenda númer 51 í röðinni á Dunkin toppaði allt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í sjötta þætti Efri stéttarinnar er röðin á Dunkin Donuts til umfjöllunar og hún sett í skemmtilegt samhengi.

Þar má sjá ungan dreng segja sögu sína og sérstaklega frá einum skelfilegum degi í hans lífi. Móðir hans var nýbúin að reka hann að heiman, hann er kominn með rosalega klamydíu, hjólaði yfir lítinn kött og drap hann en það að lenda númer 51 í röðinni á Dunkin Donuts hafi toppað allt.

50 fyrstu viðskiptavinir  Dunkin Donuts fengu einmitt gefins ársbyrgðir af kleinuhringjum.

Krakkarnir í Efri stéttinni hafa vakið lukku í sumar með grínsketsaþáttum sínum. Þátturinn er sá sjötti af tíu.

Meðlimir Efri stéttarinnar eru þau Árni Steinn Viggósson, Bergþór Másson, Melkorka Davíðsdóttir Pitt, Ágúst Elí Ásgeirsson, Brynjar Barkarson, Birna María Másdóttir og Kári Eldjárn. Hluti þeirra hefur gert það gott í skemmtiþáttum Verzlunarskóla Íslands 12:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×