Innlent

Með óspektir við lögreglustöðina

Jakob Bjarnar skrifar
Lögreglan þurfti ekki að leita langt yfir skammt til handtaka drukkinn mann sem lét öllum illum látum undir miðnætti í gær.
Lögreglan þurfti ekki að leita langt yfir skammt til handtaka drukkinn mann sem lét öllum illum látum undir miðnætti í gær. visir/Anton
Lögreglan þurfti ekki að leita langt yfir skammt til handtaka drukkinn mann sem lét öllum illum látum undir miðnætti í gær. Óspektir sínar hafði hann nefnilega frammi í porti lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu. Hann lét sér ekki segjast, fór ekki að fyrirmælum lögreglu og hann gistir fangageymslu þar til af honum rennur.

Þá segir í skeyti frá lögreglu að þeir hafi þurft að hafa afskipti af tveimur grænlenskum sjómönnum sem voru að slást. Þetta var í nótt um klukkan hálf þrjú og var annar fluttur á slysadeild hinn í fangageymslu.

Í gærkvöldi var svo maður stöðvaður við Hafnarfjörð vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, við leit á honum kom í ljós einhvert magn af fíkniefnum hann laus að lokinni blóðsýnatöku.

Og um klukkan elleftu í gærkvöldi var tilkynnt um reyk í blokk í Breiðholti. Kom í ljós að gleymst hafði að slökkva undir potti með eggjum í töluverður reykur myndaðist en engar skemmdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×