Skoðun

Með lögum skal einn og annar deyja, aðra bara örkumla

Guðmundur Karl Snæbjörnsson skrifar
Í kommentakerfi Vísis við frétt þann 13. febrúar sagðist einn aðili úr heilbrigðisstétt landsins í kommenti sínu ekki skilja um hvaða stórslys ég hafði átt við í viðtali í frétt Stöðvar 2 þá um kvöldið.

Svar mitt þar hripaði ég niður í fljótheitum sem svar til hans með eftirfarandi orðum:

1) Hér á landi reykja tæp 40.000 manns.

2) Árlega deyja hér á landi um 400 manns af völdum sígarettureykinga.

3) 50% þeirra sem reykja deyja af þeirra völdum, auk örkumlandi sjúkdóma, öndunarfæra, krabbameina og svo framvegis (WHO).

4) Ekki þekktir sjúkdómar eða dauðdagi af veipunotkun og ólíklegt annað en það verði miklu minna. en 5% af skaðsemi sígarettanna þegar upp verður staðið eftir áratugina.

5) Eiturefnin sem drepa í sígarettunum ekki til staðar og önnur í hverfandi mæli miðað við sígaretturnar.

6) Skaðsemi ekki þekkt af veipunum og relative risk þeirra hverfandi í samanburði við afleyðingar sígarettanna.

7) Veipur sem eru að draga svo úr reykingum skv. rannsóknum og sýnir að m.a. 6.1 miljón í Evrópu hafa hætt að reykja með veipum.

8) Hríðfallandi reykingatíðni alls staðar og meðal ungmenna um 60% á stuttum tíma í USA (NYTS/CDC). Samhliða því að veipu notkun aukist upp í rjáfur í þessum löndum, algengara en sígarettureykingar. Krakkarnir flykkjast frá sígarettunum með hjálp veipa og það í miljóna tali á örstuttum tíma.

9) Rannsóknir sýna að þar sem veipur hafa verið takmarkaðar of harkalega þá hefur tíðni reykinga aukist (ríki í USA).

10) Við flokkum EKKI það sem orsakar sjúkdóma/dauða á sama hátt og þær aðferðir sem við notum til að lækna eða forðast þá sömu sjúkdóma.

Viltu rétta mér hjálp í hendi?
Lög sem hindra og takmarka aðgengi fólks að veipum og flokka veipur á sama hátt og sígarettur leiðir til færri sem hætta reykingum, erfiðara fyrir þá sem veipa að halda því áfram og því og jafnvel fleiri sem fara bara að reykja þar sem það er flokkað og dæmt á sama hátt = demonisera og stigmatiseringin.

Óumflýjanleg ófyrirséð skaðsemi verður því auknar reykingar, harmur sjúkdóma og óþarfa dauðsföll af völdum vankunnáttu, herferðar gegn veipum og ólögum ef sett verða á Alþingi.

Það kalla ég stórslys af kunnáttuleysi og með lögum ofgert. Gáleysi? Kunnáttuleysi alla vega.

Eitthvað skýrara þetta með orðnotkun mína á stórslysi? Hvað viljum við annars hafa marga örkumlaða eða látna svo stórslys geti talist?




Skoðun

Sjá meira


×