FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 21:00

Áreitti stjúpdćtur sínar kynferđislega

FRÉTTIR

Međ leitandi auga og alltaf myndavél viđ höndina

 
Menning
10:15 30. JANÚAR 2016
„Ég hef veriđ heilluđ af ljósmyndun frá ţví ég var krakki,” segir Erna Ýr.
„Ég hef veriđ heilluđ af ljósmyndun frá ţví ég var krakki,” segir Erna Ýr. VÍSIR/ERNIR

 Ólíkur uppruni, brotthætt byggð, leikur barna, staðalímyndir, kaupmennirnir í miðbænum og ádeilusögur eru meðal myndefna á ljósmyndasýningu sem opnuð er í dag í Nesstofu á Seltjarnarnesi klukkan 15. Þetta eru myndir þeirra nema sem nú eru að útskrifast úr Ljósmyndaskólanum á Fiskislóð eftir fimm anna nám. Ein þeirra er Erna Guðjónsdóttir.

„Þetta er alveg stórbrotin sýning enda er Ljósmyndaskólinn dásemdarstofnun,“ segir hún glaðlega. Verk hennar á sýningunni er 21 mynda sería sem nefnist Mæðgur. „Mæðurnar eiga það allar sameiginlegt að hafa eignast dæturnar 17 ára eða yngri,“ upplýsir hún.

Erna kveðst hafa verið heilluð af ljósmyndun frá því hún var krakki.

„Ég hef alltaf verið með myndavél við höndina og er með þetta leitandi auga sem þarf. Er búin að prófa að fara í háskólann en fann mig ekki þar svo ég ákvað að kíla á eitthvað sem ég ætti heima í.“

  Sigríður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Sissa, stofnaði Ljósmyndaskólann 1997, fyrst í námskeiðaformi en síðan sem heilsdagsskóla. 
„Sissa rekur skólann og kennir og fær til sín einvalalið, alla helstu sérfræðinga landsins sem stundakennara,“ segir Erna Ýr.

„Maður á að geta verið fullgildur meðlimur í samfélagi ljósmyndara þegar náminu lýkur. Það er vissulega baráttuheimur en fólk velur samt að vinna við ólíka hluti.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Menning / Međ leitandi auga og alltaf myndavél viđ höndina
Fara efst