MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 18:37

Kosningar í haust nema allt fari í bál og brand

FRÉTTIR

Međ hundrađ prósent ţriggja stiga nýtingu á móti Njarđvík og KR

 
Körfubolti
17:45 25. JANÚAR 2016
Reggie Dupree.
Reggie Dupree. VÍSIR/ERNIR

Njarðvík og KR hafa löngum verið helstu andstæðingar Keflvíkinga í körfuboltanum og leikir liðanna oft spennuþrungnir og krefjandi fyrir leikmenn liðanna.

Einn Keflvíkingur hefur náð ótrúlegri tölfræði í þremur leikjum liðsins á móti þessum tveimur liðum í Domino´s deild karla í vetur.

Reggie Dupree hefur stimplað sig inn í Keflavíkurliðið á þessu tímabili eftir takmarkað hlutverk í fyrravetur og er með 13,1 stig að meðaltali á 28,6 mínútum í leik.

Þrír af bestu leikjum hans hafa komið á móti Njarðvík og Keflavík þar sem hann er með 20,3 stig að meðaltali í leik.

Það er vissulega ekki slæm tölfræði en það er aftur á móti þriggja stiga nýting hans í þessum leikjum sem slær allt annað út.

Reggie Dupree hefur nefnilega hitt úr öllum þrettán þriggja stiga skotum sínum í leikjunum við Njarðík og KR. Hann skoraði fjóra þrista í báðum Njarðvíkurleikjunum og fimm þrista í eina KR-leiknum til þessa.

Reggie Dupree hefur alls nýtt 54,9 prósent þriggja stiga skota sinna í Domino´s deildinni á tímabilinu og er eins og er í efsta sætinu yfir bestu þriggja stiga nýtinguna í deildinni.

Keflavík á eftir að spila við KR í DHL-höllinni og fer sá leikur fram 19. febrúar næstkomandi. Það verður spennandi að sjá hvort að Reggie Dupree ná hundrað prósent þriggja stiga nýtingu í öllum leikjum sínum á móti erkifjendum Keflvíkinga á þessu tímabili.


Leikir Reggie Dupree á móti Njarðvík og KR í vetur:

94-84 sigur á Njarðvík í október
18 stig, hitti úr 4 af 4 þriggja stiga skotum sínum

89-81 sigur á KR í nóvember
21 stig, hitti úr 5 af 5 þriggja stiga skotum sínum

86-92 tap fyrir Njarðvík í janúar
22 stig, hitti úr 4 af 4 þriggja stiga skotum sínum


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Međ hundrađ prósent ţriggja stiga nýtingu á móti Njarđvík og KR
Fara efst