Innlent

Með falsaðan 10 þúsund króna seðil á skemmtistað

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn reyndi að greiða með fölsuðum tíu þúsund króna seðili á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt.
Maðurinn reyndi að greiða með fölsuðum tíu þúsund króna seðili á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt. vísir/valli
Rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt ef marka má dagbók hennar sem send var til fjölmiðla í morgun. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bifreið hans fannst eggvopn en var hann látinn laus að lokinni blóðtöku.

Tveir aðrir voru stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur, annar þeirra var bílprófslaus. Báðir voru lausir að lokinni blóðtöku.

Um klukkan hálf fjögur í nótt barst lögreglu tilkynning um mann með falsaðan tíu þúsund króna seðil á skemmtistað í miðbænum. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×