Lífið

Með B.A.- gráðu í að standa á höndum og ærslast

Sigga Soffía dansari
Sigga Soffía dansari Marino Thorlacius
Lífið spurði Sigríði Soffíu, dansara og danshöfund tíu spurninga.

1. Þegar ég var ung…elskaði ég að hafa hátt og standa á höndum og ærslast.

2.En núna er ég með BA-gráðu í að „hafa hátt, standa á höndum og ærslast“.

3.Ég mun eflaust aldrei skilja hvernig líf getur kviknað.

4. Ég hef ekki sérstakan áhuga á fótbolta, aðgerðarleysi og vondum mat.

5. Karlmenn eru jafn misjafnir og þeir eru margir.

6. Ég hef lært að maður á ekki að borða marengstertu og skokka 13 km, þá fær maður illt í magann.

7. Ég fæ samviskubit þegar ég hugsa til þess hvað foreldrar mínir hafa verið mér góðir allt mitt líf og ég ekki nógu þakklát. Verandi ólétt sér maður foreldra sína allt í einu í öðru ljósi og hvað allar gjörðir þeirra gegnum tíðina hafa verið einlæg tilraun til að gera það besta fyrir mann.

8. Ég slekk á sjónvarpinu eftir áhorf… Er búin að vera sjónvarpslaus í tvö ár. Erum nýlega komin með sjónvarp en það er ekki tengt enn þá svo það er bara kveikt á því fyrir bíómyndir. Fréttirnar eru spilaðar í útvarpinu.

9. Um þessar mundir er ég mjög upptekin af því að…koma litlu barni í heiminn.

10. Ég vildi óska þess að fleiri vissu af því að ég er að fara að gera frábæra danssýningu í Þjóðleikhúsinu í vor og að það er hægt að kaupa miða á sýninguna sem heitir „Svartar fjaðrir“ og gefa í jólagjöf. Í sýningunni dansa sex leikarar og fimm dansarar og Hildur Yeoman, tískudrottning með meiru, er að gera búninga. Hægt er að sjá meira um sýninguna á siggasoffia.4ormat.com/svartar-fjadrir og kaupa miða á vef Þjóðleikhússins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×