Innlent

Með 13 milljónir í áhorf - fékk vinnu hjá Youtube

Boði Logason skrifar
„Ég bjóst alls ekki við þessu. Það kom mér mjög á óvart þegar ég sá að fólk hafði áhuga á þessu," segir Birgir Páll Bjarnason, tuttugu og fjörurra ára Reykvíkingur, sem er heldur betur að slá í gegn hjá myndbandasíðunni Youtube.com.

Í október á síðasta ári ákvað Birgir Páll að gera myndband úr tölvuleiknum Battlefield og setja á síðuna. Myndbandið varð strax mjög vinsælt og í kjölfarið fékk hann vinnu við að útbúa myndbönd úr leiknum. Hann hefur það nú að atvinnu í dag að útbúa myndbönd og setja á síðuna. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa.

„Ef við tökum öll myndböndin sem ég hef gert þá eru þau komin með þrettán og hálfa milljón í áhorf og ég er með yfir 100 þúsund áskrifendur af myndböndunum mínum," segir hann. Síðastliðið haust var Birgir Páll í skóla en þegar honum bauðst vinna við þetta ákvað hann að setja námið á hilluna um stund. „Ég ákvað að láta þetta í forgang hjá mér, á meðan þetta væri svona vinsælt."

Hann spilar sjálfur tölvuleikinn Battlefield, sem er skotleikur, og segir að vegna myndbandagerðarinnar spili hann leikinn ekki jafn mikið. „Ég ætla að fara gera myndbönd úr öðrum leikjum þegar vinsældir Battlefield dvína."

Birgir Páll Bjarnasonmynd úr einkasafni
Eins og áður vinnur hann við að gera myndbönd. Og aðspurður um hvort launin séu góð í þessum bransa, svarar hann: „Ég má ekki gefa það upp, það er í samningnum mínum."

Hægt er að horfa á eitt af myndböndum hans hér að ofan og á heimasíðu hans á Youtube.com hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×