Íslenski boltinn

McShane til Reynis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Paul McShane býr yfir mikilli reynslu.
Paul McShane býr yfir mikilli reynslu. Vísir/Valli
Keflavík hefur lánað skoska miðjumanninn Paul McShane til 2. deildarliðs Reynis í Sandgerði.

McShane hefur leikið hér á landi um langt árabil, með Grindavík, Fram, Keflavík og Aftureldingu.

Hann lék sex deildar- og bikarleiki með Keflavík fyrri hluta sumars.

Valur hefur kallað markvörðinn Anton Ara Einarsson til baka úr láni hjá Tindastól.

Anton, sem er fæddur árið 1994, gekk til liðs við Val frá Aftureldingu, uppeldisfélagi sínu, í maí síðastliðnum.

Hann var fljótlega lánaður til 1. deildarliðs Tindastóls. Anton lék níu leiki með Stólunum sem eru langneðstir í 1. deildinni.

Þá hefur Leiknir, topplið 1. deildar, fengið markvörðinn Ögmund Ólafsson frá Þrótti R.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×