FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 23:48

Segja bréf May fela í sér hótanir

FRÉTTIR

McLaren frumsýnir appelsínugulan MCL32

 
Formúla 1
23:30 24. FEBRÚAR 2017
McLaren MCL32 er appelsínugulur.
McLaren MCL32 er appelsínugulur. VÍSIR/MCLAREN.COM
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

McLaren liðið í Formúlu 1 frumsýndi í dag nýjan keppnisbíl fyrir komandi tímabil. Bíllinn ber heitið MCL32 og er appelsínugulur að mestu leyti.

McLaren liðið er nýbúið að fara í gegnum stjórnarskipti. Ron Dennis, herra McLaren var kosinn út og Zak Brown settur í hans stað. Hann hefur greinilega lagt áherslu á að nú sé nýtt tímabil í sögu McLaren. Liturinn og nafnið á bílnum vísar til fortíðar McLaren, tímans áður en Ron Dennis kom til liðsins.

Með Ron Dennis kom svartur og grár inn sem aðallitur liðsins og áherslan lögð á að allt væri stílhreint. Eins báru bílarnir nöfn sem innihéldu skammstöfunina MP. Það er horfið með brotthvarfi hans.


McLaren MCL32
McLaren MCL32 VÍSIR/MCLAREN.COM

Ökumenn McLaren liðsins eru Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari og Stoffel Vandoorne, sem er næstum því nýliði í Formúlu 1. Hann ók þó í stað Alonso í Bahrein keppninni í fyrra vegna meiðsla sem Alonso hlaut í keppninni á undan.

„Útlit bílsins er þannig að mig langar að fara að keyra hann. Ég er ekki búinn að tapa hungrinu sem allir Formúlu 1 ökumenn verða að hafa,“ sagði Alonso við kynningu bílsins.

„Markmiðið er að vera samkeppnishæf í ár - og ég vil trúa að við getum það,“ bætti Alonso við.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / McLaren frumsýnir appelsínugulan MCL32
Fara efst