Formúla 1

McLaren frumsýnir appelsínugulan MCL32

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
McLaren MCL32 er appelsínugulur.
McLaren MCL32 er appelsínugulur. Vísir/mclaren.com
McLaren liðið í Formúlu 1 frumsýndi í dag nýjan keppnisbíl fyrir komandi tímabil. Bíllinn ber heitið MCL32 og er appelsínugulur að mestu leyti.

McLaren liðið er nýbúið að fara í gegnum stjórnarskipti. Ron Dennis, herra McLaren var kosinn út og Zak Brown settur í hans stað. Hann hefur greinilega lagt áherslu á að nú sé nýtt tímabil í sögu McLaren. Liturinn og nafnið á bílnum vísar til fortíðar McLaren, tímans áður en Ron Dennis kom til liðsins.

Með Ron Dennis kom svartur og grár inn sem aðallitur liðsins og áherslan lögð á að allt væri stílhreint. Eins báru bílarnir nöfn sem innihéldu skammstöfunina MP. Það er horfið með brotthvarfi hans.

McLaren MCL32Vísir/mclaren.com
Ökumenn McLaren liðsins eru Fernando Alonso, tvöfaldur heimsmeistari og Stoffel Vandoorne, sem er næstum því nýliði í Formúlu 1. Hann ók þó í stað Alonso í Bahrein keppninni í fyrra vegna meiðsla sem Alonso hlaut í keppninni á undan.

„Útlit bílsins er þannig að mig langar að fara að keyra hann. Ég er ekki búinn að tapa hungrinu sem allir Formúlu 1 ökumenn verða að hafa,“ sagði Alonso við kynningu bílsins.

„Markmiðið er að vera samkeppnishæf í ár - og ég vil trúa að við getum það,“ bætti Alonso við.


Tengdar fréttir

Force India frumsýnir nýjan bíl

Force India liðið í Formúlu 1 kynnti í dag keppnisbíl sinn fyrir komandi tímabil. Bíllinn ber heitið VJM10 og gerir liðið miklar væntingar til hans.

Ferrari frumsýnir nýjan fák

Ferrari liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýjan keppnisbíl sinn á Fiorano braut liðsins á Ítalíu. Bíllinn ber nafnið SF70H

Meistararnir í Mercedes afhjúpa nýjan bíl

Heimsmeistarar Mercedes sviptu í dag hulunni af Mercedes W08 bíl sínum sem á tryggja liðinu heimsmeistaratitil bílasmiða fjórða árið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×