Sport

McGregor fær að berjast við Aldo ef hann klárar Siver

Conor McGregor íklæddur írska fánanum.
Conor McGregor íklæddur írska fánanum. vísir/getty
Uppgangur Írans Conor McGregor í UFC-heiminum hefur verið ótrúlegur og þessi skrautlegi Íslandsvinur er nú aðeins tveim skrefum frá heimsmeistaratign.

Æðsti prestur UFC-safnaðarins, Dana White, hefur staðfest að McGregor fái að keppa við heimsmeistarann Jose Aldo takist honum að leggja Dennis Siver í Boston þann 18. janúar næstkomandi. Sá bardagi verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Ekki hefur verið ákveðið hvar eða hvenær sá bardagi fer fram, ef af verður, en ekki er útilokað að hann fari fram á stórum leikvangi í Dublin.

Það hefur verið ósk McGregor lengi en White er tregur til að halda bardaga á opnum leikvangi ef það færi nú að rigna.

White er þó sagður vera farinn að linast fyrir hugmyndinni enda væri það einstök uppákoma í sögu UFC ef það væri stútfullur leikvangur að fylgjast með UFC.

McGregor lítur á bardagann gegn Siver sem algjört formsatriði og er þegar byrjaður að æsa Aldo upp. Hann birt myndina hér að neðan af honum að halda á haus Aldo en hann hótar því iðulega að taka hausinn af mönnum.

Aldo ætlar ekki að leyfa McGregor að valta yfir sig og var fljótur að svara eins og sjá má einnig hér að neðan.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×