Erlent

McDonald's ásakað um nútímaþrælahald

Bjarki Ármannsson skrifar
Belísarnir segja farir sínar ekki sléttar af McDonald's.
Belísarnir segja farir sínar ekki sléttar af McDonald's. Vísir/AFP
Vinnumenn frá Belís segja að komið hafi verið fram við þá eins og þræla er þeir unnu fyrir útibú McDonald‘s í Kanada.

Kanadíski fréttamiðillinn CBC greinir frá því að skyndibitarisinn vinsæli hafi neytt vinnumennina til að deila dýrri íbúð og dregið svo nánast helming launa þeirra frá til að borga leigu.

„Þegar við lentum á flugvellinum var okkur sagt að það væri búið að finna til íbúð handa okkur þannig að við vissum strax að við fengum engu um það ráðið hvar við ættum heima,“ segir Jaime Montero. Hann flutti til kanadísku borgarinnar Edmonton í september ásamt fjóum öðrum til að vinna á McDonald‘s.

Belísarnir segja drauma þeirra um að vinna sér inn nægan pening til að senda heim til ættmenna fljótt hafa runnið út í sandinn. Í staðinn fengu þeir innan við 800 dali á mánuði til að lifa af, sem gerir tæplega 90 þúsund íslenskar krónur.

Á tveggja vikna fresti rukkaði fyrirtækið mennina svo um rúmlega 30 þúsund krónur á mann til að borga fyrir þakíbúðina í miðbæ Edmonton. Samkvæmt útreikningum CBC var samanlögð upphæð sem McDonald‘s dró af launum mannanna mun hærri en kostnaðurinn við að leigja íbúðina.

„Þeir komu með okkur hingað og þeir eru þetta risa fyrirtæki,“ segir Montero. „Okkur leið eins og við gætum aldrei sagt neitt því þeir komu hingað með okkur þannig þeir gætu sent okkur til baka hvenær sem þeim sýndist. Þetta var eins og nútímaþrælahald.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×