Mbokani rétt lifđi af sprengingarnar í Brussel: Hefđi hann mćtt einni mínútu fyrr vćri hann ekki á lífi

 
Enski boltinn
06:00 25. MARS 2016
Mbokani rétt lifđi af sprengingarnar í Brussel: Hefđi hann mćtt einni mínútu fyrr vćri hann ekki á lífi

Dieumerci Mbokani, framherji Norwich City, segir að það hafi verið kraftaverki líkast að hann hafi lifað af tvær sprengingar á Zaventam flugvellinum í Brussel á þriðjudaginn.

Minnst 34 eru látnir í tveimur hryðjuverkaárásum í Brussel á þriðjudaginn og á annað hundrað eru særðir.

Mbokani segir að það hafi aðeins munað um einni mínútu til eða frá og hann væri ekki á lífi.

„Þegar sprengingin varð var ég á gangstéttinni fyrir utan flugvöllinn,“ segir Mbokani.

„Ef ég hefði verið einni mínútu fyrr á svæðinu, þá væri ég ekki á lífi. Þetta er allt eiginkonu minni að þakka,“ segir hann en hún vildi bíða í smá stund eftir frænda hans sem var á leiðinni í saman flug.

„Ég sat fyrir utan völlinn þegar sprengingin varð og hljóp um leið til eiginkonu minnar. Við hlupum síðan saman út á bílastæði.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Mbokani rétt lifđi af sprengingarnar í Brussel: Hefđi hann mćtt einni mínútu fyrr vćri hann ekki á lífi
Fara efst