Fótbolti

Mbappé, Dembélé og Rashford koma til greina sem Gulldrengurinn 2017

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kylian Mbappé fagnar marki fyrir Monaco.
Kylian Mbappé fagnar marki fyrir Monaco. vísir/getty
Kylian Mbappé, Gabriel Jesus, Ousmane Dembélé og Marcus Rashford eru meðal þeirra sem eru tilnefndir sem Gulldrengurinn 2017.

Þessi verðlaun eru veitt besta leikmanni í Evrópu 21 árs og yngri. Ítalska blaðið Tuttosport stendur fyrir kosningunni.

Mbappé er talinn líklegastur til að fá þessi verðlaun en hann átti frábært tímabil með Monaco í fyrra og gekk svo í raðir Paris Saint-Germain um síðustu mánaðarmót.

Rashord, sem lenti í 2. sæti í kjörinu í fyrra, er einn sex Englendinga á meðal þeirra 25 sem eru tilnefndir. Ekkert land á fleiri fulltrúa á listanum yfir þá sem tilnefndir eru.

Hinir Englendingarnir eru Dominic Solanke og Joe Gomez hjá Liverpool, Dominic Calvin-Lewin hjá Everton, Kyle Walker-Peters hjá Tottenham og Reece Oxford hjá Borussia Mönchengladbach.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×