FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 23:48

Segja bréf May fela í sér hótanir

FRÉTTIR

Mayweather segist eiga von á ţví ađ berjast viđ Conor

 
Sport
23:30 29. JANÚAR 2017
Floyd nýtur lífsins eftir ađ hafa lagt hanskana á hilluna en hann er tíđur gestur á NBA-leikjum.
Floyd nýtur lífsins eftir ađ hafa lagt hanskana á hilluna en hann er tíđur gestur á NBA-leikjum. VÍSIR/GETTY
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather segist eiga von á því að hann muni berjast við írska vélbyssukjaftinn Conor McGregor en báðir voru þeir spurðir út í möguleikann á þessum ótrúlega bardaga um helgina.

„Ég á von á því að við munum berjast, hann er ótrúlegur keppnismaður og hefur sýnt það í UFC að hann getur vel barist standandi. Við þurfum að sjá hvað gerist en vonandi getum við náð saman. Aðdáendurnir hafa kallað eftir þessum bardaga og vonandi getum við svarað kallinu.“

Conor svaraði fyrirspurnum aðdáenda í beinni útsendingu þar sem hann staðfesti að báðir aðilar hefðu áhuga á að bardaginn færi fram fyrir árslok 2018.

„Það er meira í gangi heldur en að við séum aðeins að skoða möguleikann á þessu, þetta hefur verið á áætlun í lengri tíma en það. Þetta er bardagi sem áhorfendur vilja sjá og ég vill taka þátt í,“ sagði Conor sem var spurður út í næstu skref í UFC.

„Næsti bardagi minn verður með boxhönskum á, ég er með augastað á einum manni og það er Floyd,“ sagði Conor.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Mayweather segist eiga von á ţví ađ berjast viđ Conor
Fara efst