Sport

Mayweather farinn að skipa Conor fyrir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor hlær líklega að því að Mayweather sé eitthvað að skipa honum fyrir.
Conor hlær líklega að því að Mayweather sé eitthvað að skipa honum fyrir.
Með hverjum deginum færast þeir Conor McGregor og Floyd Mayweather nær því að mætast í boxbardaga.

Mayweather sagði sjálfur á dögunum að þetta væri að fæðast en tók síðan skýrt fram að hann væri ekki búinn að skrifa undir neitt. Eins og staðan væri þá er hann enn hættur í hnefaleikum.

Hann sendi Conor þó skilaboð á Twitter í morgun og er í raun að skipa Íranum fyrir. Segir honum að klára sín mál gagnvart UFC og síðan geti þeir verið í sambandi.





Írinn er einmitt staddur í Las Vegas í dag og líklegt að heimsókn hans þangað tengist eitthvað mögulegum bardaga gegn Mayweather.

Conor er samningsbundinn UFC og berst ekki gegn Mayweather nema í samvinnu við UFC. UFC þarf að fá sitt út úr slíkum bardaga.

Hann notar líka tækifærið til þess að kalla Las Vegas borgina sína og er með því að skjóta létt á Mayweather sem var áður kóngurinn í Vegas.

 

MMA

Tengdar fréttir

Mayweather segist eiga von á því að berjast við Conor

Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather segist eiga von á því að hann muni berjast við írska vélbyssukjaftinn Conor McGregor en báðir voru þeir spurðir út í möguleikann á þessum ótrúlega bardaga um helgina.

Gunnar: Conor á möguleika gegn Mayweather

Gunnar Nelson hefur trú á því að Conor McGregor gæti staðið upp í hárinu á Floyd Mayweather ef þeir myndi mætast í hnefaleikabardaga eins og stefnt er að þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×