Erlent

May telur Brexit-dóminn ekki hafa áhrif á tímaramma útgöngu Breta

Atli Ísleifsson skrifar
Theresa May.
Theresa May. Vísir/AFP
Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun ræða við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, síðar í dag vegna ákvörðunar bresks dómstóls í gær þess efnis að formleg útganga Breta úr ESB geti ekki hafist fyrr en breska þingið samþykkir slíka tillögu.

Talið er að þetta geti seinkað ferlinu öllu en heimildir breska ríkisútvarpsins herma þó að May muni tilkynna Juncker að þetta muni ekki hafa teljandi áhrif á tímarammann sem áður hafði verið teiknaður upp.

May hafði miðað við að bresk stjórnvöld myndu virkja 50. grein Lissabon-sáttmálans fyrir lok mars, en þá myndi tveggja ára samningaferli hefjast sem lyki með útgöngu Breta.


Tengdar fréttir

Útganga Breta í uppnámi

Stjórn Theresu May hyggst áfrýja dómsúrskurði um að breska þingið þurfi að samþykkja útgöngu úr ESB. Dómstóllinn segir ríkisstjórn enga heimild hafa til að virkja útgönguákvæði ESB, þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í s

Pundið styrkist vegna óvissu um Brexit

Úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu er í uppnámi og ríkisstjórn landsins hefur orðið fyrir áfalli eftir að dómstóll á Englandi úrskurðaði í dag að breska þingið verði að samþykkja úrsögnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×