Erlent

May: Árásin bæði sjúk og siðlaus

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands Vísir/Getty
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að árásin sem framin var fyrir utan þinghúsið í London í dag hafi bæði verið „sjúk og siðlaus.“ Öryggisstig Bretlands vegna hryðjuverkaógnar verður þó ekki hækkað vegna árásarinnar.

May hélt erindi fyrir utan Downing-stræti tíu í kvöld eftir að hann hún stýrði fundi þjóðaröryggisráðs Breta. Fjórir létust, þar með talið maðurinn, sem talinn er hafa framið árásina og lögreglumaður sem reyndi að hefta för mannsins.

„Hugur okkar og bænir eru hjá þeim sem hafa orðið fyrir barðinu á þessari árás, fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra,“ sagði May en talið er að um tuttugu hafi særst í árásinni, þar á meðal skólakrakkar.

„Fyrir þau okkar sem voru stödd í þinghúsinu á meðan á árásinni stóð fengum við áminningu um hið ótrúlega hugrekki sem lögreglumenn okkar sýna þegar þeir hætta lífi sínu til þess að halda okkur öruggum.“

May sagði einnig að þingstörf yrði óröskuð á morgun. Ákveðið var á fundi þjóðaröryggisráðsins að ekki væri þörf á því að hækka öryggisstig Bretlands vegna árásarinnar.

Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa sent samúðarkveðjur til Bretlands vegna árásarinnar og meðal annars verður slökkt á ljósum Eiffel-turnsins í París, til minningar um fórnarlömb árásarinnar.


Tengdar fréttir

„Þetta er óþægileg tilfinning“

Garðar Agnarsson Hall starfar sem matreiðslumeistari hjá lávarðadeild breska þingsins og er ásamt öðrum starfsmönnum lokaður inni í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×