Max Holloway tryggđi sér titilbardaga gegn Jose Aldo

 
Sport
07:06 11. DESEMBER 2016
Holloway fagnar sigri.
Holloway fagnar sigri. VÍSIR/GETTY
Pétur Marinó Jónsson skrifar

UFC 206 fór fram í nótt þar sem Max Holloway og Anthony Pettis mættust í aðalbardaga kvöldsins.

Þeir Holloway og Pettis börðust upp á svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim title) í fjaðurvigtinni. Pettis hefði þó aldrei fengið beltið hefði hann unnið enda mistókst honum að ná fjaðurvigtartakmarkinu á föstudaginn.

Það skipti þó engu máli enda sigraði Holloway með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Þetta var 10. sigur Holloway í röð og fékk hann að launum bráðabirgðartitilinn í fjaðurvigtinni. Hann mætir Jose Aldo á næsta ári þar sem beltin verða sameinuð.

Donald Cerrone kláraði Matt Brown í næstsíðasta bardaga kvöldsins með rothöggi eftir háspark í 3. lotu.  Bardaginn var þrælskemmtilegur en þetta var fjórði sigur Cerrone í röð í veltivigtinni og hefur hann klárað alla fjóra bardagana.

Cub Swanson og Doo Hoi Choi áttu stórskemmtilegan bardaga og sennilega einn af allra bestu bardögum ársins. Báðir skiptust þeir á höggum og sýndu ótrúlega hörku þegar mest á reyndi. Swanson stóð uppi sem sigurvegari en þetta var einn af þeim bardögum þar sem enginn tapar.

Bardagakvöldið var afar skemmtilegt í heild sinni en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Max Holloway tryggđi sér titilbardaga gegn Jose Aldo
Fara efst